Innlent

Eimskip fær nýtt frystiskip

Storfoss, hið nýja skip Eimskips.
Storfoss, hið nýja skip Eimskips.

Eimskip tók í dag við nýju frystiskipi sem hljóta mun nafnið Storfoss á morgun. Þetta er annað nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á einu ári. Frystiskipið var byggt af Vaagland Båtbyggeri AS.

Fram kemur í tilkynningu frá Avion Group, móðurfélagi Eimskips, að á sama tíma kynni Eimskip-CTG nýja og bætta siglingaáætlun frá Noregi til Bretlands og Belgíu og Hollands.

 

Storfoss er blanda af frysti- og gámaskipi og er 80 metra langt og 16 metra breitt. Hámarksganghraði þess verður 16 sjómílur á klukkustund og burðargeta er 2.500 tonn. Skipið er af sömu gerð og það sem Eimskip fékk afhent í fyrra, Svartfoss Skipin geta borið 1.800 bretti og tæplega þrjátíu 40 feta gáma á þilfari. Á skipunum er síðuport af fullkomnustu gerð sem styttir löndunar- og lestunartíma um allt að helming.

 

Eimskip rekur nú um 157 starfsstöðvar í Evrópu, N-Ameríku, S-Ameríku og Asíu. Fyrirtækið er með 40-50 skip í rekstri, um 1.350 flutningabíla og yfir 100 kæli- og frystigeymslur. Starfsmenn félagsins eru um 8.500 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×