Innlent

Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni

Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu.

Tveir Litháar voru teknir með níu flöskur af amfetamínbasa í byrjun árs í Leifsstöð en úr þeim er hægt að gera um þrjátíu kíló af amfetamíni. Síðan hafa verið tekin um fimm kíló af amfetamíni til viðbótar á flugvellinum og gera það samtals um 35 kíló en í fyrra voru tekin fjögur kíló af amfetamíni þar. Þá hafa verið tekin þar, fjögur til fimm kíló, af kókaíni samanborið við eitt kíló á síðasta ári. Þrjú stór mál hafa komið upp á Seyðisfirði í ár. Pólverji var tekinn með þrjú kíló af hassi og 50 grömm af kókaíni og fyrr í sumar voru tveir Litháar, sem reyndu að smygla tólf kílóum af amfetamíni, handteknir. Svo sitja í gæsluvarðhaldi tveir aðrir Litháar eftir að yfir tíu kíló af amfetamíni fundust í Norrænu á fimmtudag. Ekki fengust upplýsingar í dag hjá Lögreglunni í Reykjavík um magn fíkniefna sem þeir hafa lagt hald á í ár. En ljóst er að fyrrahluta árs náðu þeir fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í einu máli þar sem fjórir voru handteknir. Yfirmaður tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, þakkar sífelldri endurskoðun á vinnubrögðum hversu vel hefur gengið en það kemur margt til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×