Innlent

Stefna Thatchers og Reagans í efnahagsmálum höfð til hliðsjónar hér á landi

Mynd/GVA
Stefán Ólafsson prófessor segir að ríkisstjórnina hafi haft stefnu Thatchers og Reagans í efnahagsmálum til hliðsjónar á síðustu áratugum með þeim afleiðingum að skattbyrði hafi aukist á launafólk. Stefán segir að sú stefna sem Thatcher og Reagan tóku upp í Bretlandi og Bandaríkjunum upp úr 1980, þar sem auknar áherslur voru lagðar á einkavæðingu og markaðsvæðingu og sköttum hafi verið létt af fjárfestum, hátekjufólki, og fyrirtækjum, hafi sömuleiðis verið höfð til hliðsjónar hér á landi. Hann segir ljóst að þessi stefna í efnahagsmálum hafi haft bein áhrif á tekjuskipingu og það komi fram í mælingum sem ójöfnuður.

Stefán segir það koma skýrt fram í skýslu OECD um efnahagsmál og skattbyrði að skattbyrði hafi aukist mest á Íslandi af öllum OECD ríkjum á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×