Innlent

Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning.

Mennirnir þrír höfðu setið í gæsluvarðhaldi frá því apríl eða eftir að um fimmtán kíló af amfetamíni og tíu kíló af hassi fundust í bíl sem fluttur hafði verið hingað til lands frá Hollandi. Þeim hefur nú verið sleppt eftir úrskurð Hæstaréttar í gær. Hæstiréttur byggði úrskurð sinn á því að tafir hefðu orðið á því að mönnunum væru birtar ákærur en rannsóknarvinna hefur tafist vegna gagna sem afla hefur þurft frá Hollandi og Belgíu.

Sveinn telur Hæstarétt vera að setja nýja línu varðandi gæsluvarðhald og finnst honum sú þróun góð og eðlileg.Honum finnt það eiga heyra til undantekninga að menn sitji langdvölum í gæsluvarðhaldi án þess að hafa verið dæmdir á grundvelli almannahagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×