Innlent

Verð á eldsneyti lækkar

Mynd/Gunnar V. Andrésson
Verð á eldsneyti lækkaði í morgun og er lítrinn nú kominn í 124 krónur og tuttugu aura. Það var Essó sem reið á vaðið og lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og tíu aura. Aðrar eldsneytisstöðvar fylgdu í kjölfarið og lækkaði Atlantsolía verð á bensíni um tvær krónur og tuttugu aura og verð á díselolíu um 70 aura. Bensínverð hefur lækkað mikið að undanförnu en hæst fór verðið á bensínlítranum í 137 krónur og áttatíu aura um miðjan júlí á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×