Innlent

Ók um göngustía í Fossvogsdal

Lögreglan í Kópavogi kallaði í nótt eftir aðstoð starfsbræðra sinna í Reykjavík til að góma ökuníðing sem sinnti í engu stöðvunarskyldu lögreglu og reyndi að stinga af vettvangi.

Barst eltingarleikurinn um víðan völl, meðal annars um göngustíga í Fossvogsdal og náðist loks að króa bílinn af í Laugardalnum. Ein lögreglubifreið skemmdist nokkuð í þeirri sennu.

Í ljós kom að bifreiðin var stolin auk þess sem ökumaður er grunaður um að aka undir áhrifum vímuefna og er hann enn í haldi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×