Innlent

Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar

Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavörðs á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.

Fangavörðurinn og tveir fangar sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald um helgina eru enn í haldi. Fangavörðurinn og annar fanganna hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Lögreglan á Selfossi segir rannsókn málsins ganga vel. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins og hafa þeir játað þátt sinn í innflutningi fíkniefna inn í fangelsið. Ekki er útilokað að enn fleiri hafi komið að innflutningum og í tilkynningu frá lögreglunni segir að unnið sé að því að fullum þunga að upplýsa málið að fullu.

Fundur var haldinn með starfsmönnum Litla-Hrauns í dag og á eftir að halda annan fund að sögn Kristján Stefánssonar forstöðumanns fangelsisins. Hann segir rætt um hvernig fangaverðir skuli bregðast við og komast hjá því að fangar nái til þeirra og hóti þeim og fái þá til þess að smygla fíkniefnum fyrir sig inn í fangelsið. Samkvæmt heimildum fréttastofu grunar lögreglu að fangavörðurinn hafi einnig smyglað inn farsímum inn í fangelsið. Kristján nokkur dæmi um símum hafi verið smyglað inn í fangelsið á þessu ári.

Atli G. Helgason, fangi og talsmaður Afstöðu, félags fanga, mun mæta í beina útsendingu í Íslandi í bítið klukkan hálf átta í fyrramálið þar sem hann mun ræða um fíkniefnamál innan veggja fangelsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×