Innlent

Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar

Barnaspítali Hringsins
Barnaspítali Hringsins Mynd/Heiða

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala Hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. Samningurinn felur í sér að öll börn á aldrinum 10-18 ára sem greinast með krabbamein, fá fartölvu að gjöf. Fjögur til sex börn á þessum aldrei greinast með krabbamein á ári hverju. Samningurinn er til tveggja ára með ákvæði um framlengingu til tveggja ára til viðbótar. Krakkarnir voru að vonum ángæðir með fartölvurnar sem munu vafalaust koma að góðum notum í skólanum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×