Innlent

Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn

Mynd/Haraldur Jónasson

Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. Boðið verður upp á skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, skemmtun fyrir börn og fullorðna, menningu og fræðslu af ýmsum toga.

Boðið verður upp á rútuferðiri til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkeupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði á heila og hálfa tímanum frá klukkan 11:00. Dagskránni í Straumsvík lýkur kl. 17.

Opið hús var síðast haldið hjá Alcan í Straumsvík árið 1997 og komu þá um 10 þúsund gestir í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×