Innlent

Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi

Frú Jarmila Mikulcaková afhenti söfnunarfé Íslendinga við hátíðlega athöfn í húsakynnum ríkisstjóra Zlínfylkis. Hún stendur hér milli ríkisstjórans, Libor Lukas og Dagmar Simkova, framkvæmdastjóra grunnskólans og barnaheimilisins í Vsetin.
Frú Jarmila Mikulcaková afhenti söfnunarfé Íslendinga við hátíðlega athöfn í húsakynnum ríkisstjóra Zlínfylkis. Hún stendur hér milli ríkisstjórans, Libor Lukas og Dagmar Simkova, framkvæmdastjóra grunnskólans og barnaheimilisins í Vsetin. Mynd/aðsend

Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi í þriðja sinn á níu árum og var afraksturinn ein milljón króna.

Peningagjöf Íslendinganna var afhent við hátíðlega athöfn í borginni Zlín á Mæri í síðustu viku. Einstakt þykir í Tékklandi að lítið land eins og Íslandi sendi nú í þriðja sinn hlutfallslega mest til hjálpar bágstöddum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×