Innlent

Nýr samningur milli Íslensku óperunnar og ríkisins undirritaður

Frá uppfærslu Íslensku óperunnar á Öskubusku í vetur.
Frá uppfærslu Íslensku óperunnar á Öskubusku í vetur. Mynd/Stefán

Nýr samningur var undirritaður í dag milli Íslensku óperunnar og ríkisins um óperustarfsemi. Samningurinn er til fjögurra ára og í honum er miðað við óbreytt framlag úr ríkissjóði og tilkekinn fjölda á uppfærslum óperusýninga. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi við aðila á sviði óperulistarinnar. Ráðgert er að setja upp átta meðalstórar óperur í vetur auk einnar barnaóperu. Þá mun Íslenska óperan taka þátt í átta samstarfsverkefnum á gildistíma samningsins sem rennur út í árslok árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×