Innlent

Lagabreytingin gjörbreytti fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi

Þorbjörn Broddasson, prófessor í fjölmiðlafræði, segir að tilkoma einkarekinna sjónvarps- og útvarpsstöðva hafi gjörbreytt fjölmiðlamarkaðinum á Íslandi. Hann talar um Siðaskiptin síðari í sögu Íslendinga.

Bylgjan heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt í dag. Af því tilefni hafa kunnuglegar raddar Páls Magnússonar, Sigursteins Mássonar og Karls Garðarssonar og annarra hljómað á Bylgjunni í dag en gamlir útvarpsmenn af Bylgjunni sneru aftur að hljóðnemanum á þessum tímamótum.

Lög sem heimiluðu einkaaðilum að reka útvarps- og sjónvapsstöðvar tóku gildi árið 1986 og fljótlega hóf Bylgjan útsendingar og Stöð tvö fylgdi stuttu á eftir. Lagabreytingin olli straumhvörfum í íslensku fjölmiðlaumhverfi en fram að lagabreytingunni voru Ríkisúrvarpið og Sjónvarpið einu ljósvakamiðlarnir. Með tilkomu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hóf Ríkisútvarpið rekstur Rásar 2 ásamt því að hefja sýningar í sjónvarpi á fimmtudögum og í júlímánuði til að auka samkeppnishæfni sína við Stöð 2. Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði, kallar lagabreytinguna Siðaskiptin hin síðari.

Og það er ekki eina breytingin sem varð því efnistök fjölmiðlanna voru önnur en áður og dagskráin breytist til batnaðar að mati Þorbjörns. Hann segir að mikil breyting hafi orðið á skemmtanagildi fjölmiðlanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×