Innlent

Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna brauðvélar sem ofhitnaði

Biluð brauðvél sem ofhitnaði um borð í flugvél British Airways varð til þess að hún óskaði eftir að lenda Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum. Vélin var þá stödd um 50 kílómetra úti fyrir Reykjanesi. Fyrstu tilkynningar bentu til þess að eldur væri laus í farþegarými vélarinnar en í ljós kom að reykur þar stafaði af brauðvél sem hafði ofhitnað.

270 manns voru um borð í vélinni og tóku flugmennirnir enga áhættu og óskuðu eftir að fá að lenda hér á landi og var mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum. Enginn farþegi slasaðist í atvikinu en þeir munu vera enn þá um borð. Vélin var á leið til Denver í Bandaríkjunum en ekki er ljóst hvort hún heldur áfram eða hvort ný vél verði send eftir farþegunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×