Innlent

Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli

Frá flugdegi 2003
Frá flugdegi 2003 Mynd/Þorvaldur Ö. Kristmundsson
Flugdagur var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag í tilefni sjötíu ára afmælis Flugmálafélags Íslands. Dagurinn byrjaði á hópflugi einkaflugvéla og fisvéla yfir Reykjavík um hádegi. Boeing sjö fimm sjö áætlunarflugvél Icelandair lenti einnig á flugvellinum og tók svo á loft fyrir áhorfendur. Fólk kom saman aftan við hótel Loftleiðir. Á sýningunni mátti einnig sjá gamla Þristinn, módelflugvélar, einkaflugvélar og fisvélar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×