Innlent

Íslendingasagnaútgáfan ehf kaupir útgáfuréttinn á tímaritum Fróða

Íslendingasagnaútgáfan gekk í dag frá kaupum á öllum tímaritum Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Kaupin ganga formlega í gegn 1. september. Kaupverð er ekki gefið upp.

Að Íslendingasagnaútgáfunni standa Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og Dags, sem gefur út Blaðið, Elín Raganrsdóttir, framkvæmdastjóri Fróða, Mikael Torfason, aðalritstjóri Fróða og Marteinn Jónasson, sölustjóri.

Tímaritaútgáfa Fróða hefur verið langöflugasta tímaritaútgáfa landsins í áraraðir. Búið er að kynna eigendaskiptin fyrir starfsfólki útgáfunnar og öllum mun verða boðið að vinna áfram að útgáfu tímaritanna. Starfsemin mun verða áfram til húsa að Höfðabakka 9 fyrst um sinn.

Mikill hugur er í starfsfólki útgáfunnar og ljóst er að með nýjum eigendum kemur aukinn kraftur í útgáfustarfsemina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×