Innlent

Segir ráðherra hafa leynt upplýsingum

Mynd/Daníel Rúnarsson
Árni Finnsson formaður náttúruverndasamtaka Íslands segir að svo virðist sem Iðnaðar og viðskiptaráðherra hafi leynt almenning og Alþingi upplýsingum um jarðfræðihluta Kárahnjúkavirkjunar, á sama tíma og frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hafi verið til meðferðar á alþingi. Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur tjáði sig í fyrsta sinn í gær frjálslega um skýrslu sem hann samdi árið 2002 en var ekki gerð opinber fyrr en nýlega. Hann hefur töluverðar áhyggjur af sprungusvæði undir stíflunni og í fyrirhuguðum botni Hálslóns en var bannað af yfirmönnum sínum að tala um efni skýrslunnar opinberlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×