Innlent

Áheitahringferð gengur vel

<Óskar Örn Guðbrandsson einn ferðalanganna í bílnum segir ekki sé langt í að rauða bensínljósið fari að blikka. Óskar, ásamt ferðafélögum sínum Stefáni Ásgrímssyni og fjögurra ára dóttur sinni Þuríði Örnu nálgast nú Selfoss óðfluga. Þau lögðu af stað frá Kirkjubæjarklaustri um átta leitið í morgun.

Nýi Skoda Octavia bíllinn sem þau ferðast á hefur staðið sig einkar vel og kemur á óvart hvað hann er sparneytinn. Meðaleyðslan frá Kirkjubæjarklaustri að Hvolsvelli var 3,4 lítrar á hundraðið. Allt bendir til þess að ferðalöngunum takist ætlunarverk sitt að aka allan hringveginn á einum eldsneytistanki.

Áætlað var að koma til Reykjavíkur klukkan eitt í dag en Óskar reiknar með að þau verði klukkutíma á eftir áætlun. Þuríður Arna hefur staðið sig eins og hetja að sögn föður síns en hún svaf vært í aftursætinu þegar NFS ræddi við ferðalanganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×