Innlent

Formannskjör í Framsóknarflokknum hafið

Halldór Ásgrímsson, fráfrandi formaður Framsóknarflokksins, á flokksþinginu í gær.
Halldór Ásgrímsson, fráfrandi formaður Framsóknarflokksins, á flokksþinginu í gær. MYND/Stefán Karlsson

Flokksþing Framsóknarflokksins stendur núna sem hæst og hófs formannskosning fyrir rúmum hálftíma síðan.

Valið í formannskosningunum stendur á milli þeirra Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns Sigurðssonar.Úrslit úr formannskjörinu verða kynnt kl. 11:30 og í framhaldinu mun nýr formaður ávarpa flokksþingið og þjóðina því sýnt verður beint frá kjörinu.

Kl. 12:45 verða svo úrslit í varaformannskjörinu kynnt er þar bítast um embættið núverandi varaformaður, Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz.

Við munum áfram fylgjast með því, hér á NFS, sem fram fer á flokksþinginu fram yfir að úrslit í ritarakjörinu verða kynnt og mun Helgi Seljan meðal annars ræða við ný kjörinn formann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×