Innlent

Vinstri stjórn afskrifuð 1995

Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson MYND/Vilhelm Gunnarsson

Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, afskrifaði samstarf vinstri flokka í stjórn eftir alþingiskosningarnar 1995, og kaus heldur áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Af því varð ekki heldur myndaði Sjálfstæðisflokkurinn samsteypustjórn með Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag.

Árið 1995 hófst farsælt samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sagði Halldór, og vinstri menn hafa verið utan landsstjórnar síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×