Innlent

Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hættir rekstri

Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á Austurlandi er eitt rótgrónasta verktakafyrirtæki fjórðungsins komið í rekstrarstöðvun. Um þrjátíu starfsmenn voru sendir heim og þeim tilkynnt að uppsagnarbréf væri á leiðinni.



Trésmiðja Fljótsdalshérðas hefur hætt rekstri eftir þrjátíu og þriggja ára starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá Afli, starfsgreinafélagi Austurlands voru starfsmenn sendir heim um síðustu mánaðmót og sagt að uppsagnabréf yrði sent þeim 30 starfsmönnum, iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum sem þar hafa starfað. Þau bréf hafa þó ekki enn verið send eftir því sem næst verður komist. Það er nokkur ólíkindablær á því að fyrirtæki í þessari grein skuli vera í rekstrarstöðvun miðað við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í fjórðungnum en Trésmiðjan hefur verið í húsbyggingum bæði á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Hvorki næst í framkvæmdastjóra né stjórnarformann Trésmiðjunnar en samkvæmt frétt sem birt er á síðu AFLS segir að lausafjárerfiðleikar og þungur fjármagnskostrnaður hafi hamlað rekstri fyrirtækisins lengi. Ekki sé enn ljóst hvort reynt verði að selja fyrirtækið eða hvort óskað verði eftir greiðslustöðvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×