Innlent

Flugmálastjóri segir ekki rétt að flugumferðastjóri hafi verið neyddur til vinnu

Mynd/Heiða Helgadóttir

Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri sendi frá sér bréf í dag, til Félags íslenkra flugumferðastjóra, þar sem hann segir rangt að flugumferðastjóri, sem tilkynnt hafði sig veikan, hafi verið neyddur til vinnu. Hann segir engin rök styðja þá fullyrðingu og að engar upplýsingar sem honum hafi borist gefi ástæðu til að ætla að það sé rétt.

Bréfið sendir hann sem svar við bréfi Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sent 8. ágúst, þar sem haldið er fram að veikur flugumferðarstjóri hafi verið neyddur til vinnu eftir að hafa tilkynnt sig veikann til vinnu.

Í bréfinu lýsir Þorgeir atburðum þannig að tveir trúnaðar læknar Flugmálastjórnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri vinnufær og gæti vel sinnt sínu starfi umræddann dag. Því hafi yfirmaður starfsmannsins óskað eftir að hann kæmi til starfa. Þorgeir segir engin fyrirmæli hafa verið gefin og fráleytt að halda því fram að um einhverskonar nauðung hafi verið að ræða.

Í bréfi Þorgeirs segir einnig að ekki þurfi að leita samþykkis flugmálastjóra til að framfylgja almennum vinnureglum stofnunarinnar og því hafi engin þörf verið fyrir að leita samþykkis í umræddu tilviki. Flugmálastjóri því ekki gefa út neinar yfirlýsingar varðandi ástand, sem reist er á þeirri tilgátu, sem sett er fram í bréfinu en engin rök eru færð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×