Innlent

Segja skýringar á framúrkeyrslu fjárlaga

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar segir hluta tugmilljóna framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið með leyfi dómsmálaráðuneytisins. Rektor Háskólans á Akureyri, skýrir framúrkeyrslu skólans með fjölgun nemenda.

Fjárlaganefnd Alþingis vill ræða við fjármálaráðuneytið og forsvarsmenn stofnanna um það hversu illa fjárlög standast en þetta hefur ríkisendurskoðandi gagnrýnt.

Landhelgisgæslan var rekin með 163 milljón króna halla á síðast ári og Hákskólinn á Akureyri fór langt fram úr fjárheimildum síðasta árs.

Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rektrarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir Landhelgisgæsluna hafa meira svigrúm þegar kemur að viðhaldskostnaði og þar þurfi þeir að halda sig innan fjárheimilda sem séu á tíu ára plani.

Sólmundur segir aðeins að hluta geta haft kostnaðinn nákvæmlega áætlaðan frá ári til árs þar sem mikið sé um dýran ófyrirsjánlegan kosnað eins og í kringum þyrlurnar. Hann segir unnið að því með ráðuneytinu að draga úr hallarekstri sem þó sé misjafn á milli ára. Engar sérstakar hindranir eru á vegi þeirra sem fara framúr fjárheimildum. Sólmundur segir þetta vera eins og að fara yfir í heimilisbókhaldinu til dæmis séu útistandandi skuldir við byrgja eða ríkissjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×