Innlent

Mega bæta þremur kílóum við farangurinn

MYND/Teitur
Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðlsu á yfirvigt kemur. Þetta er gert vegna takmarkana á handfarangri sem stafa af hertrum öryggisaðgerðum. Þá mælast löggæsluyfirvöld til að farþegar verði kokmnir í flugstöðina eigi síðar en tveimur klukkustundum fyrir brottför vegna hugsanlegra tafa við vopnaleit, en samkvæmt lauslegri athugun NFS í morgun fóru flugvallarrúturnar á venjulegum tíma frá Reykjavík þannig að farþegar þeirra hafa mætt með seinna fallinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×