Innlent

Ástand vinnumarkaðar

Starfandi aðilum á vinnumarkaði hefur fjölgað á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt Hagstofunni voru 163.800 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi ársins 2005 en nú eru 171.600 manns starfandi. Störfum hefur einnig fjölgað um 4,8 prósent.  Á sama tíma hefur atvinnuleysi aukist og er atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2006 fjögur prósent, en var þrjú prósent á sama tíma í fyrra. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem eru í vinnu er rétt rúmlega 42 stundir á viku en á öðrum ársfjórðungi 2005 var meðalvinnutími 43,1 stund á viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×