Innlent

Á ekki þátt í auglýsingu um "meðferð " við samkynhneigð

Þjóðkirkjan þvær hendur sínar af auglýsingu Samvinnuhóps kristinna trúfélaga, þar sem fólki er boðin meðferð til að losna úr viðjum samkynhneigðar. Hún er ekki sögð í samræmi við þær áherslur sem nú eru til umræðu innan Þjóðkirkjunnar.

Auglýsingin birtist á laugardaginn sem er baráttudagur Samkynhneigðra og var samkynhneigðum boðin meðferð til að losna úr viðjum kynhneigðar sinnar. Auglýsingin var frá samvinnuhópi kristinna trúfélaga en í þeim hópi eru Hvítasunnukirkjan, Krossinn, Vegurinn og Betanía.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingamála Þjóðkirkjunnar, segir kirkjuna hafa átt undanfarið ár samstarf við samtök samkynhneiðgra og aðstandendur þeirra. Auðvitað séu ólíkar skoðanir í jafn stóru trúfélagi og Þjóðkirkjan er. En frá árinu 1998 hafi samkynhneigðir fengið samvist sína blessaða í kirkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×