Innlent

Sakar ríkisstjórnina um svik

Mynd/GVA

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakar ríkisstjórnina um að hafa svikið loforð sitt við Alþýðusamband Íslands hvað varðar vaxtabætur. Um 13 prósentustigum minna verður greitt í vaxtabætur um mánaðamótin en greitt var í fyrra.

Greiddar vaxtabætur lækka um 700 milljónir milli ára vegna hækkunar á fasteignamati um 35% á árinu 2005 og hærri tekna einstaklinga. Um 10 þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur í ár en í fyrra, en framteljendum fjölgar þó um 2,9% milli ára.

 

Í vor kröfðust Samfylkingarmenn á þingi þess að lögum yrði breytt til að koma í veg fyrir skerðingu á bótum til íslenskra heimila. Samfylkingin fer þess nú á leit við fjármálaráðuneytið að grunni til útreiknings á vaxtabótum verði breytt þegar í stað. Í samkomulagi ríkisstjórnarinnar við ASÍ var rætt um að koma í veg fyrir að hækkun fasteignamats á árinu 2005 myndi skerða vaxtabætur.

Ef leiðrétting á vaxtabótum dregst fram á haust finnst Jóhönnu eðlilegt að endurgreiðslan verði greidd með dráttarvöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×