Innlent

Iceland America Energy gerir raforkusamning

Iceland America Energy, dótturfélag Enex hf., og orkufyrirtækið Pacific Gas & Electric í Kaliforníu hafa undirritað samning um framleiðslu og sölu á 50 megavöttum af raforku. Raforkan verður framleidd í orkuveri Iceland America Energy í Truckhaven, rétt vestan við Salton Sea í Suður-Kaliforníu. Áætlað er að virkjunarsvæðið geti gefið af sér 150 megavött. Verkefnið er í tveimur áföngum en orkusölusamningur fyrri áfanga er metinn á um 45 milljarða króna. Fyrirtækið áætlar að hefja boranir snemma á næsta ári og afhenda orku úr fyrri áfanga um mitt ár 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×