Innlent

Stjórn Heimdallar skorar á ráðherra Sjálfstæðisflokksins

Mynd/Hrönn Axelsdóttir

Stjórn Heimdallar skorar á ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að fylgja eftir tillögum hagstofustjóra um afnám tolla og innflutningshafta á matvörur. Stjórnin fagnar aukinni umræðu eftir að skýrsla matvælanefndarinnar var kynnt. Stjórn Heimdallar segir að þar komi skýrt fram hversu dýrt og úrelt stjórnkerfi og tollaumhverfi íslenska landbúnaðarins sé. Stjórnin skorar því á Árna Mathiesen fjármálaráðherra og aðra þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, að grípa til aðgerða til að afnema í skrefum alla tolla og innflutningstakmarkanir á innfluttum mat- og drykkjarvörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×