Innlent

Of mörg börn bíða þjónustu

Þorsteinn Hjartarson Uppeldi er í auknum mæli að færast yfir til skólanna.
Þorsteinn Hjartarson Uppeldi er í auknum mæli að færast yfir til skólanna.

„Það bíða of margir nemendur eftir þjónustu sálfræðings eins og staðan er núna en verið er að vinna í því að stytta biðlistann,“ segir Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Fellaskóla.

Í Breiðholtinu bíða flest börn í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu eða 92 og er mest fjölgun á tilvísunum vegna hegðunarvandamála.

Þorsteinn segir uppeldi í auknum mæli að færast yfir til skólanna og eitt af því sem þurfi að kenna nemendum sé góð hegðun. Ástæða þess að þessi mál eru komin yfir til skólanna telur Þorsteinn meðal annars vera breytingar í samfélaginu sem hafa haft áhrif á hlutverk fjölskyldunnar. „Þeir sem starfa við skóla eru hins vegar missáttir við þetta nýja uppeldishlutverk skólanna sem kallar á samstarf margra aðila.

Í Fellaskóla eru úrræði fyrir börn með mismunandi þarfir og reynt er að koma til móts við þarfir þeirra sem bíða sálfræðigreiningar.“ Sem dæmi um fjölbreytileikann í flóru nemenda í Fellaskóla nefnir Þorsteinn að fjórði hver nemandi við skólann hafi annað móðurmál en íslensku.

„Eftir hefðbundinn skóladag býður Fellaskóli upp á sérstakt úrræði, Æskufell, sem er ætlað börnum sem þurfa á stuðningi að halda. Úrræðið er í samstarfi við ÍTR og Þjónustumiðstöð Breiðholts.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×