Innlent

250 dýr enn óveidd

Af veiðislóð Nú líður senn að lokum hreindýraveiðitímabilsins.
Af veiðislóð Nú líður senn að lokum hreindýraveiðitímabilsins. MYND/REIMAR

Enn á eftir að veiða 250 hreindýr af 909 dýra kvóta á hreindýraveiðisvæðunum á Austurlandi. Veiðar hafa gengið treglega að undanförnu því þoka hefur legið yfir stórum hluta veiðisvæðanna.

Jóhann G. Gunnarsson, hjá Umhverfisstofnun, segir mikið óveitt af dýrum á Fljótsdalsheiði en ekkert meira nú en á sama tíma á undanförnum árum. „Það var afspyrnuvont veður hér í síðustu viku en var gott í dag og í gær. Ef veðrið helst gott þá erum við bjartsýnir á að þetta náist nú mest allt. Það á eftir að ná 139 törfum og 130 kúm.“

Mikill áhugi er fyrir hreindýraveiðum og bárust rúmlega 2.000 umsóknir til veiða á 909 dýra kvóta þessa árs. Þar af bárust 30 umsóknir frá útlendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×