Innlent

Fékk laun í uppsagnarfresti

vann mál gegn fataverslun Kona var rekin fyrirvaralaust úr starfi hjá fataverslun. VR höfðaði mál og vann. Konan fær greidd laun í uppsagnarfresti og málskostnað.
vann mál gegn fataverslun Kona var rekin fyrirvaralaust úr starfi hjá fataverslun. VR höfðaði mál og vann. Konan fær greidd laun í uppsagnarfresti og málskostnað.

VR vann nýlega mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd félagsmanns sem var vikið fyrirvaralaust úr starfi í fyrravetur. Í dómnum var verslanakeðju í Reykjavík gert að greiða félagsmanninum rúmlega eina og hálfa milljón króna vegna launa í uppsagnarfresti auk málskostnaðar.

Félagsmaður VR var ráðinn í hlutastarf hjá fyrirtæki sem rekur verslanir í Reykjavík í ársbyrjun 2005. Fyrst um sinn átti konan að vera í hlutastarfi jafnhliða fæðingarorlofi og svo átti starfshlutfallið að verða fullt.

Þegar eigandinn, sem er búsettur erlendis, taldi sig ekki fá fullnægjandi upplýsingar um reksturinn taldi hann viðveru konunnar ábótavant og söluna hafa dregist saman. Skömmu síðar var konunni því fyrirvaralaust sagt upp störfum og borið við að störf hennar hefðu ekki verið fullnægjandi.

Ekki höfðu verið gerðar athugasemdir við störf konunnar eða henni gefinn kostur á að bæta úr. Fyrirtækið hélt því fram að konan hefði gengið út en konan taldi uppsögnina ólögmæta og gerði kröfu um laun í uppsagnarfresti. Dómurinn féll konunni í hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×