Innlent

Töf á auglýstum afslætti

Tölvubilun hjá bensínstöðum Esso olli því að auglýstur þrettán krónu afsláttur á eldsneyti tók ekki gildi á tilsettum tíma í gær. Allnokkrir viðskiptavinir olíufélagsins létu í ljós gremju sína þegar þeir voru rukkaðir um fullt verð eftir að afsláttur átti að taka gildi. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir atvikið óheppilegt. Hann vill beina til viðskiptavina sem keyptu bensín á tilboðstímabilinu að halda eftir kassakvittun svo að hægt sé að endurgreiða þeim mismuninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×