Innlent

Orsök ókunn

Ekki er ljóst hvað olli því að báturinn Sigurvin GK119 sökk á föstudagskvöld. Báturinn sökk undan Rifi á Snæfellsnesi á níunda tímanum á föstudagskvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli því að báturinn hóf að leka, en skipverjar voru að ljúka veiðiferð þegar skipið sökk.

Skemmtibáturinn Svalan var fyrst á vettvang og fann skipverjana þrjá heila á húfi í björgunarbát. Þeir voru fluttir um borð í björgunarskipið Björg frá Rifi og þaðan í þyrlu landhelgisgæslunnar, TF-Líf. Aðgerðir tóku einungis um klukkustund frá því að útkall barst og lentu mennirnir á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir ellefu. Björgunarbátar Landsbjargar hafa unnið að hreinsun á braki á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×