Innlent

Mikill reykur frá frauðplasti

Eldur í Frauðplasti Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eld sem kviknaði í nýbyggingu í Kópavogi.
Eldur í Frauðplasti Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eld sem kviknaði í nýbyggingu í Kópavogi. MYNDHrönn

Eldur kom upp í bílakjallara undir nýbyggingu við Dalveg í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Mikinn reyk lagði frá byggingunni enda hafði eldurinn læst sig í nokkra rúmmetra af frauðplasti.

Að sögn Friðjóns Daníelssonar, aðstoðarvarðstjóra slökkviliðsins, gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins og tók það einungis nokkrar mínútur. Skemmdir á húsinu eru þó einhverjar en þar sem það er enn á byggingastigi má ætla að tjónið sé minna en auðveldlega hefði getað orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×