Innlent

Enginn kom frá ráðuneytinu

 Enginn geðlæknir var skráður á nýafstaðna ráðstefnu um geðheilbrigðismál sem Hugarafl stóð fyrir.

Í umræðum sem fram fóru í lok ráðstefnunnar Bylting í bata var rætt um að færa þjónustu við geðsjúka að hluta til á heilsugæslustöðvarnar.

Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar, segir það ósk geðsjúkra að komið verði á fót fjölbreyttari meðferðarúrræðum fyrir þá en til þess þurfi fjármagn. „Reynt var að fá aðila frá heilbrigðisráðuneytinu til að taka þátt í þessari umræðu en án árangurs.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×