Innlent

Aukið öryggi með söluvernd

Söluvernd er ný trygging sem Vátryggingafélag Íslands er að setja á markað. Hún bætir almennt fjártjón seljanda fasteignar vegna skaðabótakrafna sem fram kunna að koma af hálfu kaupanda vegna galla á fasteigninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vátryggingafélaginu.

Þar segir einnig að söluvernd hafi reynst vel víða erlendis og full þörf sé fyrir tryggingu af þessu tagi hér á landi. Fyrirspurnum og málarekstri vegna gallamála fari stöðugt fjölgandi. Seljendur íbúðarhúsnæðis munu geta gengið frá tryggingunni um leið og þeir setja eign sína á sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×