Innlent

Falsaðir evruseðlar í umferð

EVRUR Tvö tilfelli hafa nýlega komið upp hér á landi þar sem reynt var að koma fölsuðum evruseðlum í umferð.
EVRUR Tvö tilfelli hafa nýlega komið upp hér á landi þar sem reynt var að koma fölsuðum evruseðlum í umferð.

Lögreglan hefur fengið til meðferðar mál vegna falsaðra evruseðla hér á landi. Nýlega var fölsuðum evruseðli framvísað í verslun í Smáralind, að sögn Smára Sigurðssonar hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Þá varaði lögreglan í Reykjavík fyrir skömmu við útlendingi sem reyndi að koma fölsuðum evrum í umferð. Hefur lögreglan í fórum sínum falsaðan seðil sem talinn er koma frá honum.

Fyrr í þessum mánuði upprætti lögreglan í Litháen glæpamannagengi sem hafði í fórum sínum tvö þúsund falsaða 100 evru seðla. Í fréttatilkynningu sem Europol hefur sent frá sér segir meðal annars að búast megi við handtökum peningafalsara víðs vegar í Evrópu þar sem rannsóknin í Litháen hafi leitt lögregluyfirvöld á slóðir annarra falsarahópa í öðrum löndum. Smári sagði engan sérstakan grun um að afurðir þessara glæpastarfsemi hafi teygt sig hingað til lands.

 Í Smáralindinni hafi verið um að ræða spænska ferðamenn sem keyptu fyrir nokkra evruseðla og hafi einn þeirra reynst falsaður. Lögreglan hafi rætt við fólkið en það farið frjálst ferða sinna að því búnu.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×