Innlent

Hreindýrin eru 4.600 talsins

Hreindýr á Austurlandi Hreindýrastofninn hefur stækkað lítillega.
Hreindýr á Austurlandi Hreindýrastofninn hefur stækkað lítillega.

Hreindýrastofninn á Íslandi er um 4.600 dýr í ár og er þá verið að tala um stofninn þegar hann er sem stærstur eftir burð og fyrir veiðar. Hreindýrastofninn hefur stækkað lítillega ár frá ári og hefur veiðikvótinn verið aukinn í samræmi við það.

Veiðikvótinn nemur 909 dýrum í ár. Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir að kvótinn sé liður í að halda stofnstærðinni stöðugri. Náttúruleg dánartíðni hreindýranna sé afskaplega lítil.

Þetta er heilbrigður stofn og engir náttúrulegir afræningjar. Maðurinn er í rauninni sá eini sem stundar veiðar úr stofninum, segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×