Innlent

Greiðslukortið í farsímanum

FARSÍMI Svo gæti farið að farsíminn yrði alþjóðlegt greiðslutæki.
FARSÍMI Svo gæti farið að farsíminn yrði alþjóðlegt greiðslutæki.

Svo gæti farið að örbylgjuflögur (RFID) verði teknar upp í stað greiðslukorta þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu. Örbylgjuflögunum væri hægt að koma fyrir í farsímum og yrðu þeir þannig alþjóðlegt greiðslutæki sem gætu komið í stað greiðslukortsins. Stærstu verslunarfyrirtæki heims hafa gert tilraunir og þróað þessa tækni í samstarfi við þekkt tæknifyrirtæki eins og Nokia.

Um 20 milljónir Bandaríkjamanna eiga nú greiðslukort með örgjörva sem gerir korthafanum kleift að ljúka kaupum með því að bera kortið að snertilausum kortalesara í stað þess að renna kortinu í gegnum segulrandarlesara eða afhenda það sölumanni. Sum stærstu verslunarfyrirtæki Bandaríkjanna eru þegar farin að samþykkja greiðslu snertilausra korta.

Öryggi við notkun þessarar tækni er umdeild og hafa Samtök verslunar og þjónustu hvatt aðildarfyrirtæki sín til að fara sér hægt varðandi fjárfestingar við þær breytingar sem notkun greiðslukorta með örflögum kallar á. Bent hefur verið á að bankar og fjármálastofnanir í Evrópu hafi greitt fyrirtækjum fyrir að taka upp þessa tækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×