Innlent

Fundust kaldir í sjálfheldu

Tveir Danir, sem björgunarsveitir leituðu í fyrrakvöld og -nótt, fundust kaldir og hraktir, en heilir á húfi um klukkan hálf fimm í gærmorgun. Mennirnir hringdu í Neyðarlínuna um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld og sögðust vera í sjálfheldu í klettum í Kistufelli í Austurbyggð. Þeir höfðu þá verið á göngu frá því klukkan þrjú síðdegis.

Mennirnir voru í símasambandi á meðan á leitinni stóð en þoka var á svæðinu sem gerði þeim erfitt fyrir að lýsa staðháttum.

Sex björgunarsveitir tóku þátt í leitinni, og þyrla og leitarhundar voru á leið á svæðið þegar mennirnir fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×