Innlent

Undirskriftasöfnun hafin

leikskóli Opinn fundur verður haldinn í Ráðhúsinu á þriðjudag þar sem fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum varðandi fyrirhugaða klofningu menntaráðs.
leikskóli Opinn fundur verður haldinn í Ráðhúsinu á þriðjudag þar sem fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum varðandi fyrirhugaða klofningu menntaráðs.

Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað að frumkvæði starfsfólks leikskóla gegn ákvörðun meirihluta í borgar­stjórn Reykjavíkur um að kljúfa menntaráð í tvennt og stofna sérstakt leikskólaráð.

Stjórn fyrstu deildar Félags leikskólakennara stendur að baki undirskriftarsöfnuninni. Sigríður Marteinsdóttir, formaður deildarinnar, segist ekki hafa neinar tölur um fjölda undirskrifta enn.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntaráði vilja að áformum um klofningu menntaráðs verði frestað um að minnsta kosti ár svo hægt sé að fá frekari reynslu á þá nýju skipan sem sameinað mennta­ráð borgarinnar er, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, borgarfulltrúa Samfylkingar.

„Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi í júní og var þá frestað af meirihlutanum. Síðan hefur hún ekkert verið rædd,“ segir Stefán. „Málið kemur til annarrar umræðu í borgarráði á fimmtudaginn og þá býst ég fastlega við því að fulltrúar Samfylkingar muni endurflytja tillöguna sem við fluttum í menntaráði.“

Opinn fundur verður haldinn í Ráðhúsinu á þriðjudag þar sem fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×