Innlent

Minntir á framtalsskil

Þrettánhundurð og tuttugu einstaklingar fengu bréf frá Tryggingastofnun Ríkisins í síðasta mánuði vegna ófullnægjandi framtalsskila.

Í bréfinu eru viðtakendur hvattir til að koma framtalsskilum sínum í fullnægjandi horf.

Ófullnægjandi framtalsskil geta haft áhrif á greiðslur til lífeyrisþega til dæmis með þeim hætti að ofgreiðslur verði dregnar af framtíðargreiðslum eða innheimtar með öðrum hætti.

Þetta er í þriðja skipti sem bótaþegar Tryggingastofnunar fá bréf þar sem þeir eru minntir á mikilvægi fullnægjandi framtalsskila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×