Innlent

Sakaðir um blekkingarleik

Fetaostar fyrirtækjanna Fetaostur Osta- og smjörsölunnar er í miðjunni en fetaostur Mjólku er á endunum. Osta- og smjörsalan segir Mjólku herma eftir umbúðum sínum.
Fetaostar fyrirtækjanna Fetaostur Osta- og smjörsölunnar er í miðjunni en fetaostur Mjólku er á endunum. Osta- og smjörsalan segir Mjólku herma eftir umbúðum sínum.

Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtækisins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýverið hafi Mjólka byrjað að nota sexhyrndar krukkur með hvítu loki undir sinn fetaost, sem heitir Feti, en feta­ostur Osta- og smjörsölunnar hafi verið seldur í þannig krukkum í mörg ár. Einnig séu umbúðir fetaosts Mjólku sláandi líkar umbúðunum sem notaðar eru undir fetaost Osta- og smjörsölunnar. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, segir að tilgangur Mjólku sé að rugla neytendur í ríminu.

Ólafur Magnússon, forstjóri Mjólku, þvertekur fyrir að um eftirlíkingu sé að ræða. „Við erum stoltir af okkar vörumerki og merkjum krukkurnar vel með merki Mjólku. Það að fetaostur sé seldur í sexhyrndum krukkum er ekkert nýmæli enda er það komið frá Grikkjum, sem eiga nafnið feta. Okkar vörumerki, Feti, er lögverndað, sem er annað en Osta- og smjörsalan getur sagt.“

Hann segir þessa kröfu enn eina tilraun Osta- og smjörsölunnar til að drepa samkeppni með öllum tiltækum ráðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×