Innlent

Ótrúlegt að ekki fór verr

bíllinn er gjörónýtur Ótrúlegt þykir að bílstjóri flutningabílsins skyldi sleppa nær ómeiddur, en bíllinn flaug 26 metra áður en hann kom niður
bíllinn er gjörónýtur Ótrúlegt þykir að bílstjóri flutningabílsins skyldi sleppa nær ómeiddur, en bíllinn flaug 26 metra áður en hann kom niður Mynd/Gunnar Gunnarsson

Flutningabíll frá Hringrás með brotajárnsfarm lenti út af vegi efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal um miðjan dag í gær. Bremsubúnaður í bílnum gaf sig með þeim afleiðingum að hann rann út af í beygju og flaug 26 metra út fyrir veg. Slysið átti sér stað í efstu beygju á Bessastaðafjalli.

Bílstjórinn, sem er pólskur, var einn í bílnum þegar slysið varð. Mikil mildi þykir að hann skyldi komast lífs af, en beita þurfti klippum til að ná honum út úr bílnum, sem er gjörónýtur. Lögreglumaður á Egilsstöðum sagði ótrúlegt að ekki skyldi fara verr og að engu væri líkara en að bílstjórinn hefði níu líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×