Innlent

Ekkert eftirlit yfir veturinn

hrafnseyri Það stefnir í að fæðingarbær Jóns verði án eftirlits næsta vetur.
hrafnseyri Það stefnir í að fæðingarbær Jóns verði án eftirlits næsta vetur.

Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta, mun standa mannlaus næstkomandi vetur. Að sögn Valdimars Halldórssonar staðarhaldara verður enginn búsettur á staðnum til að hafa eftirlit yfir vetrarmánuðina. „Hér var áður vetrarmaður, sem passaði rollur fyrir fyrrverandi staðarhaldara, en svo verður ekki næsta vetur,“ segir Valdimar.

Bærinn á Hrafnseyri er vinsæll ferðamannastaður, en hann er einungis opinn yfir sumarmánuðina. Á staðnum má sjá meðal annars bautastein og burstabæ Jóns, auk safns með ljósmyndum og munum og minningarkapellu um þjóðfrelsishetjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×