Innlent

Verðmæti ýsu og ufsa eykst

Verðmætari Ufsinn gefur 38 prósentum meira af sér í ár en í fyrra.
Verðmætari Ufsinn gefur 38 prósentum meira af sér í ár en í fyrra.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það er milljarði króna minna verðmæti en árið 2005. Aflaverðmæti aprílmánaðar nam rúmum sex milljörðum, sem er nokkru meira en í sama mánuði í fyrra.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok apríl rúmlega milljarði meira en á sama tíma í fyrra. Verðmæti karfa- og ufsaafla hefur hækkað mikið frá fyrra ári. Verðmæti ufsaaflans jókst um 38 prósent á milli ára og karfaaflans um 21 prósent.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×