Innlent

Kringlan er heitur reitur

Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. "Heitur reitur gerir gestum með fartölvur mögulegt að vafra um á Internetinu, sýsla með tölvupóst og miðla gögnum sín á milli," segir í tilkynningu félagsins, en einnig mun vera hægt að tengjast skólanetum um svokölluð vinnuhlið (VPN gátt og TELNET). "Kringlan er því orðin stærsta þráðlausa netsvæði landsins sem er ætlað almenningi; í kringum 20 þúsund fermetrar," segir félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×