Innlent

Þyrlan sótti sjómann í nótt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Skipverji á grænlenskum togara var sóttur en beiðni barst frá skipinu um aðstoð snemma í gær.
Skipverji á grænlenskum togara var sóttur en beiðni barst frá skipinu um aðstoð snemma í gær. VÍSIR/VILHELM
Þyrla Landhelgigæslunnar fór í nótt að sækja slasaðan skipverja á grænlenskum togara rétt fyrir utan Patreksfjörð. Beiðni um að sækja manninn barst í gærmorgun en ekki var hægt að sækja hann vegna slæmra veðurskilyrða.

Til stóð að sækja manninn í gær eftir að þyrla Gæslunnar hafði flutt veikan einstakling frá Patreksfirði til Reykjavíkur en eftir að þyrlan hafði lokið því flugi reyndist ekki hægt að fara af stað aftur, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Skipverjinn sem sóttur var í nótt kom á Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf átta í morgun, samkvæmt frétt Mbl.is af málinu. Skipverjinn var með höfuðáverka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×