Innlent

Vara við logni á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.
Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.
Það heyrir til tíðinda þegar dregur úr sunnanáttinni og nú spáir Veðurstofa Íslands hægri suðlægri eða breytilegri átt á morgun, bjart á köflum og stöku skúrir eða él. Hiti um eða rétt yfir frostmarki, sem sagt nokkuð gott veður miðað síðastliðnar vikur.



Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík gerir létt grín að þessu öllu saman og varar við logni sem gæti mögulega gengið yfir landið á næstu dögum með tilheyrandi sólarglennu og blíðviðri. „Hætt er við því að fólk hreinlega detti á hliðina þar sem allir eru orðnir vanir því að halla sér upp í vindinn og þá má búast við því að hitastig hækki örlítið þannig að kuldagallinn gæti sloppið í þvottavélina áður en næsta lægð kemur,“ segir í orðsendingu frá sveitinni sem biður fólk um að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×