Innlent

Upplýsingabæklingur fyrir erlenda foreldra

Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingabækling á átta tungumálum fyrir erlenda foreldra. Í bæklingnum er fjallað um Íslenska leikskóla og eins tvítyngi barna á leikskólastigi. Fjöltyngdum fjölskyldum eru þar gefin góð ráð um hvernig efla megi málþroska og málskilning barna og þýðingu leikskólanáms fyrir tvítyngd börn, ásamt almennum upplýsingum um leikskóla.

Bæklingarnir eru á íslensku, ensku, tælensku, víetnömsku, rússnesku, serbnesku, spænsku og pólsku og liggja frammi í þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur. Þá er einnig að finna á rafrænu formi á heimasíðu Menntasviðs Reykjavíkurborgar, www.leikskolar.is

Börnum af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkur hefur fjölgað og um síðustu áramót voru 10% leikskólabarna í borginni af erlendum uppruna, eða 667 börn. Börnin eru af 81 þjóðerni og tala að minnsta kosti 60 ólík tungumál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×